Vopnuð átök á Litla Hrauni tengd fyrri deilum milli fanga vegna meints ráns

Vopnuð átök brutust út á Litla Hrauni í gær í útivistartíma fanga. Samkvæmt heimildum Nútímans voru þeir sem komu við sögu Hrannar Fossberg og fangi sem nefndur hefur verið Dúan.

Hrannar á að hafa reynt að stinga Dúan í hefndarskyni vegna eldri deilu þeirra.

Hrannar með langan brotaferil

Auglýsing

Hrannar Fossberg Viðarsson, sem heimildir Nútímans nefna í tengslum við atvikið á Litla Hrauni, er að afplána 10 ára dóm fyrir lífshættulega skotárás á fyrrverandi unnustu sína og karlmann sem var með henni.

Fyrri átök og rán á úri

Heimildir Nútímans herma að Gabríel Douane Boama og annar fangi sem ber svipað nafn en er sagður frá Tælandi, hafi rænt úri sem metið er á tvær til þrjár milljónir króna, af Hrannari þannig að til átaka hafi komið vegna þess sem olli því að báðir aðilar voru vistaðir í þrjá mánuði á öryggisgangi.

Gabríel var fluttur á Hólmsheiði á miðvikudag, en Dúan hafði nýlega verið látinn laus úr öryggisvist þegar árásin átti sér stað.

„Hrannar var að reyna að hefna sín“

Heimildarmaður sem Nútíminn ræddi við segir atvikið hafa verið tilraun Hrannars til hefnda.

„Þetta var bara hefnd. Þeir [Gabríel og Dúan] rændu hann og hafa verið á öryggisgangi síðan. Hrannar sá tækifæri þegar Dúan var kominn út í útivist og reyndi að stinga hann,“ segir heimildarmaður.

Hann bætir við að Dúan hafi ekki hlotið alvarlega áverka. „Ég sá ekkert blóð á honum.“

Lögreglurannsókn stendur yfir

Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun sæta mennirnir einangrun á meðan lögregla rannsakar málið.

Forstöðumaður Litla Hrauns, Kristín Eva Sveinsdóttir, staðfesti í gær við mbl.is að annar fanganna hafi verið stunginn með eggvopni, en hefði ekki hlotið alvarlega áverka.

Yfirfullt fangelsi eykur hættu

Kristín Eva sagði jafnframt að slíkar aðstæður væru dæmi um þann vanda sem fangelsisyfirvöld hafa lengi bent á: að fangelsin séu yfirfull og erfitt sé að aðskilja fanga sem ekki geta átt í friðsamlegri sambúð.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing