11 ára drengur hljóp uppi hjólaþjóf á sokkaleistunum

Hinn 11 ára Hafþór Smári Sigurðsson hljóp uppi þjóf sem reyndi að stela reiðhjóli móður hans. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Hafþór Smári var einn heima þegar hann sá þjófinn taka hjólið. „Ég var að spila í tölvunni og var á leiðinni á klósettið þegar ég sá allt í einu mann standa fyrir utan húsið mitt að taka hjól,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir.

Auglýsing

Hann tók því á rás á sokkaleistunum og endaði á að góma þjófinn, sem þorði ekki öðru en að stökkva af hjólinu og hlaupa í burtu.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing