Útvarpsþátturinn Tvíhöfði, undir stjórn þeirra Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, sneri aftur eftir hlé á Rás 2 í sumar en þátturinn hóf göngu sína fyrst árið 1994. Úr þáttunum voru unnar vinsælar geislaplötur með efni úr þáttunum, plötur eins og Kondí fíling, Sleikir hamstur og Gubbað af gleði voru allar mjög vinsælar.
Sjá einnig: Tvíhöfði með ógeðslega fyndið grín um prakkara á Þjóðhátíð: „Hvað er að því að kítla hressar ungar konur?“
Strákarnir eru enn að framleiða geggjað efni en grín Tvíhöfða um helgina þar sem fréttaritari þáttarins í Vestmannaeyjum hringir inn hefur vakið mikla athygli. Að því tilefni ákváð Nútíminn að taka saman 14 af bestu augnablikum Tvíhöfða.