Það að eldast er eitthvað sem við þurfum víst öll að takast á við. Einhverjir fagna því að verða eldri en flestir neita á einhvern hátt að horfast í auga við það. Nútíminn tók saman 14 atriði sem benda til þess að þú sért miðaldra án þess að átta þig á því.
Við þurfum því miður að tilkynna þér það að ef þú tengir við fleiri en tíu atriði á eftirfarandi lista ertu ekki lengur kúl heldur gamalmenni sem lifir frekar hófstilltu lífi. Því miður.
1.Djammið
Þú hefur tíma til að djamma en nennir því ekki vegna þess að þú vilt „nýta helgina“.
2. Útlitið
Þér finnst þú vera nokkuð flott/ur í nýja primaloft jakkanum þínum. Þú ferð líka í Scarpa gönguskó þó þú sért ekki á leið í fjallgöngu.
3. Ferðalög
Þegar þú ferð til útlanda skoðarðu ekki hótel undir fjórum stjörnum.
4. Facebook
Þú spilar tölvuleikinn Orðasnakk og hikar ekki við að fá hjálp frá vinum á Fésbókinni, eins og þú kallar hana.
5. Matarboðin
Þú manst ekki hvenær þú fórst síðast í partí en planar matarboð með tveggja mánaða fyrirvara og skoðar uppskriftir á internetinu þangað til.
6. Þú veist hver þetta er

7. „Jiii enn sniðugt“
Þegar Jói P og Króli slógu í gegn fannst þér lögin skemmtileg en þér fannst miklu skemmtilegra að komast að því að Jói er frændi Guðna forseta og sonur Patreks Jóhannessonar handboltahetju.
8.Tónlistin
Þér finnst Despacito enn „glettilega gott lag“ og syngur með í bílnum.
9. Costco-áhrifin
Þú ert nýhætt/ur að hefja umræður á „Ertu búin/n að fara í Costco?“
10. Nethegðun
Þú ferð ekki inn á mbl og Vísi til að lesa fréttir heldur til að skoða fasteignir. Þrátt fyrir að þú sért ekki að fara flytja neitt í bráð.
11. Snobb

Þú velur gæði umfram magn þegar þú kaupir áfengi
12. Bílakaup

Þegar þú kaupir bíl pælirðu meira í innra rými en aukabúnaði og þú hefur spáð í það að kaupa þér RAV4
13. Forvitni
Þú skráir þig á alla nýja samfélagsmiðla og notar þá sem áhorfandi enda hefurðu ekkert að segja.
14. Twitter
Þú byrjaðir á Twitter til að reyna að koma tísti að í þætti Gísla Marteins. Það hefur ekki enn tekist og þú gerir reglulega athugasemdir við það á Twitter.


