Frábær vika að baki sem einkenndist af jólaboðum og ofáti. Grínið er samt sem betur fer ekki langt undan. Nútíminn tók saman 15 bestu tíst síðustu viku ársins. Renndu yfir þetta, þú hefur ekkert betra að gera. Góða skemmtun!
Drottinn gaf og Drottinn tók
Best á árinu: Snorri sem var í Sprengjuhöllinni barnaði mig.
Verst á árinu: Ég fékk tvö æðaslit í andlitið.— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) December 30, 2017
Það lokaðist klósettseta á bakið á mér í dag. Ómetanlegt að fá svona klapp á bakið endrum og sinnum.
— Berglind Festival (@ergblind) December 29, 2017
Við vitum um eina!
Er að leita að stóru einbýlishúsi í Þingholtunum til leigu. Hámark 90.000 kr. á mánuði.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 28, 2017
Ef þú getur ekki unnið þennan helvítis stafaleik sjálf, eyddu þá leiknum og haltu áfram með Lífið þitt. Láttu mig og newsfeedið mitt vera.
— Fanneydora (@FanneydoraV) December 28, 2017
HAHA!
Ef Love Actually gerðist á Íslandi. pic.twitter.com/usuMeB9EYr
— Björn Bragi (@bjornbragi) December 26, 2017
Í dag lærði ég að það er til „Félag íslenska fíkniefnalögreglumanna”.
Einnig þekkt sem FÍFL.
— Logi Pedro (@logipedro101) December 30, 2017
Kata og þessir!
Þessir! pic.twitter.com/Vq0cpIX4SR
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 29, 2017
Lúði ársins þakkar fyrir sig
Lúði ársins skv FM957. Tek stoltur við þeirri útnefningu því það er gott að vera lúði. Ætla mér að verja titilinn á næsta ári með fleiri vel rökstuddum skoðunum fyrir betra umhverfi og heilsufari manna og dýra. Takk kærlega @kjartansson4 og @hjorvarhaflida ?
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 29, 2017
Nútíminn tekur undir með Siffa, Gulli er íþróttamaður ársins
Íþróttamaður ársins fer til Gulla vinar míns, hann er búinn að fara einn heim allar helgar árið 2017 en hann heldur alltaf áfram að reyna og það er sannkallaður íþróttaandi.
— Siffi (@SiffiG) December 28, 2017
Var í búðinni áðan og keypti meðal annars klósettpappír og bleyjur. Á kassanum greip um mig óstjórnanleg löngun til að segja við kassastarfsmanninn: „Já vinur minn, á mínu heimili er sko kúkað.“
Gerði það ekki. Kannski næst.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 27, 2017
Fattaru?
Skreytum hús með grænum greinum pic.twitter.com/SVXrQ3Mogo
— Bjarki (@BjarkiStBr) December 29, 2017
Ef Grímur Grímsson myndi horfa beint í vél og segja ,,Heiðar farðu að sofa, strax” Þá myndi ég ekki einu sinni tannbursta fyrst #vikan
— Heiðar Mar (@suuperMar) December 29, 2017
Búinn að vera reyklaus í 10 daga! Ekkert sérstaklega stórt skref fyrir mannkynið en huge fyrir mig. Stay healthy kids ?
— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2017
#TakkBakarameistarinn
Minning 2017 partí reyki GRAS (Maríjuana) hitti stelpu hún seigir hvað ertu að hugsa ég ekki neitt….. hún vertu ekki í þoku kv Bakarameistarinn og Pípulagna verktakar ehf daginn eftir komin á vog edrú síðan
— Guðmundur (@GummiFel) December 30, 2017
Þegar þú vaknar skelþunnur í sumbarbústað þriðja í jólum en varst búin að lofa að hanna bikar fyrir Íþróttammann ársins og þarft að skila honum af þér eftir 2 tíma starter pack pic.twitter.com/lfCuPQumwD
— Una Hildardóttir (@unaballuna) December 29, 2017