Vatnsslagur á vegum 66°Norður verður á Ingólfstorgi á sjómannadaginn núna á sunnudaginn og þú getur tekið þátt. Skráning fer í athugasemdakerfinu hér og Nútíminn verður á staðnum til að fanga bestu augnablikin.
Vatnsslagurinn hefst klukkan 14 og áhafnir eru sérstaklega hvattar til að skrá sig í tilefni dagsins. Keppendur fá lánuð regnföt og mæting er á Ingólfstorg klukkan 13.45. Sæti þátttakenda sem forfallast verða fyllt á staðnum. Aldurstakmark er 16 ár.
66°Norður stóðu fyrir vatnsslag í fyrra og hér eru nokkrar myndir frá stuðinu.