80 unglingar fá ókeypis páskaegg til æviloka

Auglýsing

Átta­tíu unglingar sem eru fædd­ir í ág­úst árið 2000 fá frítt páska­egg frá Nóa Síríus á hverju ári. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þegar Nói Síríus varð 80 ára árið 2000 gafst foreldrum kostur á að skrá barnið sitt og tryggja því æviáskrift að páskaeggjum. 80 fyrstu foreldrarnir fengu áskriftina fyrir barnið sitt og barnið varð að vera fætt í ágúst, áttunda mánuði ársins.

Kristján Geir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og sölu­sviðs hjá Nóa Síríus segir í samtali við mbl.is að nú, 15 árum síðar, séu börnin ennþá að mæta og sækja eggin sín.

Hann seg­ir krakk­ana fá hefðbundið páska­egg núm­er sjö en bæt­ir þó við að þau megi velja aðra teg­und ef þeim sýn­ist. Hann bætir við að flest­ir taki þó stærsta og veg­leg­asta eggið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram