Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna: „Þetta er óþolandi“

Auglýsing

Aðeins er haldið lokahóf eftir veturinn hjá meistaraflokki karla hjá liðinu Aftureldinu, ekki hjá meistaraflokki kvenna. Íris Kristín Smith, sem spilar með meistaraflokki hjá liðinu, sendi fyrirspurn til formanns handknattleiksdeildarinnar og stakk upp á því að haldið yrði sameiginlegt lokahóf fyrir konurnar og karlana, eða að minnsta kosti sér hóf fyrir konurnar.

Málið var tekið til skoðunar en ekkert varð úr hugmyndum Írisar.

Íris vakti athygli á málinu á Twitter og fékk töluverð viðbrögð

„Þannig er málið að í gegnum tíðina hefur alltaf verið haldið lokahóf fyrir meistaraflokk karla en aldrei kvenna hjá þessu félagi. Ástæðan fyrir því er sú að það er hvort sitt ráðið fyrir liðin tvö en mér finnst að það eigi ekki að skipta máli. Þetta er eitt lið og það skiptir ekki máli þó að við náum ekki jafn góðum árangri og þeir. Þetta á ekki að tengjast því, heldur er þetta fögnuður fyrir liðið sem eina heild,“ segir Íris í samtali við Nútímann.

Auglýsing

Sjá einnig: Íslendingar grétu yfir auglýsingu Icelandair: „Litla fótboltastelpuhjartað mitt grenjaði“

Hún sendi fyrirspurn til formanns handknattleiksdeildar Aftureldingar 27. apríl. Nokkrum dögum síðar, eða 5. maí, barst svar um að málið yrði skoðað. Á föstudaginn, 12. maí, var lokahóf meistaraflokks karla síðan haldið en konurnar fengu hvorki að fagna með þeim né sitt eigið hóf.

„Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram