Afmæli fagnað með vídjólist

Auglýsing

Þann 24. Október nk kl 20:00 mun Midpunkt halda upp á að menningarrýmið hafi verið rekið í eitt ár. Veislan verður haldin í Bíó Paradís þar sem sýnd vera vídeó verk þeirra listamanna sem hafa komið fram í Midpunkt á síðast liðnu ári. Sýningin mun standa yfir í 90 mínútur og er ókeypis inn. Midpunkt er nýjung við listamannarekin sýningarrými á höfðuborgarsvæðinu. Það er staðsett í Hamraborg 22, Kópavogi, eitt fárra listamannarekna sýningarrýmið sem ekki er innan 101 Reykjavíkur.

Jeanette Castioni og Þuríður Jónsdóttir voru fyrstu gestir en sýning þeirra Efahljómur var haldin í samstarfi með listahátíðinni Cycle. Meðal þess sem stendur upp úr á árinu er Pólsk-Íslenska listahátíðin Ágústkvöld sem haldin var síðla sumars, Almar S. Atlason skar upp hrærivél um vorið, Katrín I. Hjördísardóttir Jónsdóttir stofnaði költ í vorhretinu, erlendu listamennirnir Lionell Guzman, Jake Laffoley og Mio Hanaoka sýndu, hnallþórur voru borðaðar og til sýnis í maí, hreyfingunni var fagnað um miðjan veturinn í stórri vídjóverkasýningu og Ari Allanson og Camille Lecroix voru með residensíu í rýminu og sýndu verkefnið sitt Space Lab. Þetta er einungis hluti af því fjölmarga sem borið hefur á góma í Midpunkt síðastliðið ár, en frá stofnun hefur ný sýning opnað í hverjum mánuði.

Í augnablikinu stendur yfir Þjófaveisla eftir Úlf Karlsson en næsta sýning Midpunkt opnar 1. nóvember kl 18:00 og ber heitið Með líkamann að vopni. Sýningin skartar listamönnum sem eiga það allar sameiginlegt að vera menntaðar sem dansarar og danshöfundar og vinna með kóreografíska aðferðafræði.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram