Ása Regins:„Ég er drifin áfram af því sem hjartað segir mér“

Auglýsing

Ása María Reginsdóttir er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum Fram á við. Hún stofnaði fyrirtækið OLIFA ásamt manninum sínum Emil Hallfreðssyni. Þau flytja inn ólífuolíu frá Ítalíu ásamt öðrum vörum eins og RUMMO pasta, Allegrini léttvíni og Pom Poms & co.

Ása hefur búið á allnokkrum stöðum á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Þeirra uppáhaldsstaður er þó Verona en hún segir að Verona sé þeirra Hafnarfjörður. Þau Emil kynntust góðu fólki þar í landi sem varð til að mynda til þess að þau fóru af stað með fyrirtækið sitt, OLIFA.

„Við komum alltaf heim í sumarfrí og vildum að sjálfsögðu viðhalda þessu góða Miðjarðarhafsmataræði sem við erum vön að borða á Ítalíu. Bæði fyrir íþróttamanninn Emil og mig og krakkana því þetta er bara eitt besta mataræði sem völ er á fyrir mannslíkamann og við fundum mjög illa þá vöru sem er hornsteinn í þessu Miðjarðarhafsmataræði og það er olífuolían.“

Instagram reikningur Ásu er vinsæll en þar er hún dugleg að sýna fólki vörurnar frá OLIFA og elda hollan og góðan mat.

Auglýsing

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ásu í heild sinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram