today-is-a-good-day

Ástandið fyrir norðan stöðugt að batna eftir óveður vikunnar

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir:

Hér í umdæminu er ástandið stöðugt að batna eftir óveður vikunnar. Enn eru starfræktar aðgerðarstjórnir á Húsavík og á Akureyri. Þá eru nokkrir án rafmagns en vonir eru bundnar við að rafmagnið komi á sem fyrst með einum eða öðrum hætti. Enn er ein fjöldahjálparstöð starfrækt í félagsheimilinu, Sólvangi, á Tjörnesi en þar var boðið upp á súpu og brauð í hádeginu. Þess má geta að í óveðrinu voru opnaðar 5 fjöldahjálparstöðvar í umdæminu á vegum Rauða kross Íslands. Í dag eru björgunarsveitir og aðrir enn í vinnu við að aðstoða við ýmis verkefni tengd afleiðingum veðursins. Áfram verður unnið að því að koma ástandinu í umdæminu í lag.

Nánast öll heimili á veitusvæði Rarik eru komin með rafmagn eftir langvarandi rafmagnsleysi og bilanir í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku. Margir eru þó tengdir varaaflsvélum og þá gætu sumarbústaðir og heimili sem hafa verið rýmd enn verið án rafmagns.

Auglýsing

læk

Instagram