today-is-a-good-day

Beint streymi frá upplestri í Bókasafni Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar mun bjóða upp á jólabókahamingju í beinu streymi í  kvöld kl 20:00 og einnig miðvikudaginn 25. nóvember.
Vegna samkomutakmarkana verða viðburðirnir í streymi. Viðburðurinn í kvöld verður eingöngu í streymi og takmarkaður sætafjöldi á seinni viðburðinn. Sætabókanir fyrir 25. nóvember verða auglýstar þegar nær dregur.
Í kvöld, 17 nóvember, verða þrír höfundar; Auður Ava Ólafsdóttir (Dýralíf), Jón Kalman (Fjarvera þín er myrkur) og Ragnar Jónasson (Vetrarmein). Þau munu lesa úr nýútkomnum bókum og taka létta kryddsíld á verk sín ásamt Arndísi Þórarinsdóttur. Áhorfendur geta sent inn spurningar og kastað fram hugmyndum á miðlum í þessari gagnvirku útsendingu, sem er sú fyrsta sem Bókasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir á opinberum vettvangi.

Auglýsing

læk

Instagram