Bjarkaleikurinn haldinn í fyrsta sinn og fer ágóðinn í gott málefni

Það fer fram góðgerðarleikur laugardaginn 11.jan kl:11.15 í Kórnum er lið HK og Breiðabliks eigast við.

Leikurinn er til minningar um Bjarka Má Sigvaldason sem lést 32 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Bjarki spilaði með meistaraflokki HK þegar hann greindist með meinið.

Allur ágóði mun renna óskertur í gott málefni en ekkja Bjarka, Ástrós Rut Sigurðardóttir, vinnur með félögunum tveimur. Félögin hafa ákveðið að kalla þetta Bjarkaleik í minningu Bjarka sem lést á síðasta ári og stefnt er á að Bjarkaleikurinn fari fram á hverju ári.

Frjáls framlög eru við innganginn fyrir leik og hafa félögin í samráði við Ástrós ákveðið að styrkja Ljónshjarta þetta árið, en Ljónshjarta er félag ungs fólks sem hefur misst maka sinn.

Auglýsing

læk

Instagram