Bjarni Ben efast um fjármögnun Borgarlínu sem hann lofaði að styðja í stjórnarsáttmálanum

Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda Borgarlínu í framkvæmd.

Ummælin eru sérstök í ljósi þess að í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins lofar ríkisstjórnin að styðja við Borgarlínu.

Örskýring: Borgarlína útskýrð fyrir fólki sem nennir ekki að kynna sér borgarlínu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Í kjölfarið var fjallað um fyrirspurnina á Vísi en Sigmundur birtir fréttina á Facebook í dag ásamt eftirfarandi skilaboðum: „Merkilegt að fyrrverandi meirihluti í Reykjavík skuli hafa látið kosningabaráttuna snúast um gríðarlega dýra framkvæmd sem ekki er gert fyrir fjárveitingum í næstu 5 árin,“ segir hann.

Auglýsing

Bjarni sagði á Alþingi í gær að málið væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði hann.

Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins kemur hins vegar skýrt fram að ríkisstjórnin ætli að styðja við Borgarlínu. „Áfram þarf að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og stutt verður við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir þar í kafla um samgöngu og fjarskipti.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram