today-is-a-good-day

Bjúgnahátíð:„Margir eiga eftir að stæla þetta en það kemur ekki til með að ganga“

Á hverju ári er haldin bjúgnahátíð í Langaholti í Staðarsveit. Hugmyndin kviknaði í beinni útsendingu á Rás 2 hjá þeim Guðna Má Henningssyni og Þorkeli Símonarsyni, Kela vert. Sjónvarpsþátturinn Landinn fékk að fylgjast með kvöldinu og undirbúningi þar sem reiddir voru fram um fimmtán mismunandi bjúgnaréttir. Þetta kom fram á vef RÚV.

„Þetta er eina bjúgnahátíðin í sólkerfinu okkar og sú sem kemur til með að lifa lengst. Margir eiga eftir að stæla þetta en það kemur ekki til með að ganga,“ segir Guðni Már.

„Mér þótti þetta strax mjög vond hugmynd,“ segir Keli vert í Langaholti. „Það alkjánalegasta við þessa hugmynd er að það eru allir svo hrifnir af þessu.“

En löngu uppselt var á hátíðina og fullt út úr dyrum.

Nýjungar í ár voru sem dæmi bjúgna-wellington, buffalo-bjúgu og bjúgnapitsur en vinsælastur er þó rónahryggurinn sem er bjúga í BBQ-sósu.

Og ekki er öll sagan sögð því starfsmaður frá Royal kemur og gerir búðing í eftirrétt og sérstök spenna var fyrir því í ár þar sem boðið var upp á tvær nýjar bragðtegundir sem eru væntanlegar til landsins á næsta ári. „Þetta er heimsfrumsýning á tveimur nýjum bragðtegundum. Ég get svo sem uppljóstrað þessu það er saltkaramella og mokka,“ segir Sigurður Finnur Kristjánsson framleiðslustjóri hjá Royal.

HÉR má sjá sjá innslagið úr þættinum.

Auglýsing

læk

Instagram