Blóðbönd Helenu: „Merkilegt hvað fólk er fært um að gera“

Auglýsing

Hlaðvarpið Blóðbönd með Helenu Sævarsdóttur hóf nýverið göngu sína en þættirnir segja frá sönnum sakamálum sem hafa gerst um allan heim.

Í fyrsta þætti hlaðvarpsins er sagt frá hinni 18 ára gömlu Erin Chorney, sem hvarf sporlaust árið 2002 þegar hún ætlaði út að hitta vinkonu sína. Rannsóknarlögreglan í Brandon í Kanada prófuðu í fyrsta sinn aðferðina „The Sting Operation“ og þá fóru hlutirnir að skýrast.

Í samtali við Nútímann segir Helena að sálfræðilegi þátturinn sé það sem mest höfðar til sín. „Ég pæli mikið í málunum sem ég hlusta eða horfi á og fletti þeim sem mér finnst áhugaverðust upp til að sjá myndir af fólkinu sem um ræðir, hvar í heiminum málin gerast og les oft dómsmál og horfi á yfirheyrslur ef þær eru til.

Auglýsing

Mér finnst svo merkilegt hvað fólk er fært um að gera og hvað það er sem fer úrskeiðis á lífsleiðinni sem skilar hræðilegum niðurstöðum,“
segir Helena.

„Ég myndi segja að ég sé ofvirkari en meðalmanneskja. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað verkefni fyrir stafni og mér detta alltaf einhverjir nýir hlutir í hug sem mig langar að læra eða gera og er rosalega „all in“ alltaf. Ég er ekki manneskja sem gæti unnið við það sama alla ævi, svo ég hef ekki enn komist að því hvað mig langar að „verða þegar ég verð stór“.

Ég hélt einu sinni að mig langaði að verða sálfræðingur, kennari, félagsfræðingur eða einhverskonar ráðgjafi en hingað til hafa skólabækur og að sitja og læra ekki verið fyrir mig. Kannski einhvern tímann.“

Helena brennir fyrir að læra eitthvað nýtt að eigin sögn, fara út fyrir þægindarammann og – eins og hún orðar sjálf: „…gera eitthvað sem mér hefði ekki dottið í hug að ég myndi enda á að læra.“. Bætir hún einnig við að hryllingssögur og morðgátur hafi heillað hana síðan snemma á grunnskólaárum.

„Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft mest gaman af sögum, þáttum og bíómyndum sem snúast um glæpa- og sakamál. Ég elska hryllingsmyndir, drauga og slíkt. Ég man eftir mér í grunnskóla, kannski í 3.-4. bekk þar sem ég þurfti að neyða vinkonur mínar til að horfa á hryllingsmyndir með mér en ég hef aldrei haft áhuga á öðru afþreyingarefni,“ segir Helena.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram