Dóttir Alec Baldwin fer á kostum í Comedy Central Roast

Auglýsing

Ireland Baldwin var gestur þáttarins Comedy Central Roast á sunnudaginn og skaut þar hart á pabba sinn sem var einnig gestur í þættinum.

Eins og einhverjir muna eftir þá varð mjög frægt árið 2007 þegar Alec skildi eftir talskilaboð fyrir Ireland og kallaði hana meðal annars „dónalegt, tillitslaust lítið svín.” En skilaboðin voru gerð opinber og gengu á milli fréttamiðla um allan heim.

En í þættinum skaut Ireland fast á pabba sinn sem virtist skemmta sér konunglega.

„Hæ pabbi. Ég er Ireland. Það er gott að vera hér. Það munaði engu að ég missti af þessu þar sem að ég hef ekki tékkað á talhólfs kveðjum frá pabba í um 12 ár eða svo. Fullt af fólki þekkir pabba bara sem reiðan náunga, en hann er meira en einhver brjálæðingur sem missir stjórn á skapi sínu. Hann missir líka Emmy verðlaun, Óskarinn og forræðið yfir elsta barni sínu.”

Auglýsing

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram