Drive my car, Þýskir kvikmyndadagar, föstudagspartí, Svartir Sunnudagar og The Room veisla með Greg Sestero!

Það er allt á blússandi siglingu í Bíó Paradís en þessa dagana standa þar yfir Þýskir kvikmyndadagar.

frumsýnd 11. mars 
Kvikmyndin sem allir eru að tala um! Tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna, sem besta kvikmynd ársins, besta erlenda kvikmynd ársins, besta handritið (aðlögun) og leikstjórinn Ryûsuke Hamaguchi er tilnefndur sem leikstjóri ársins!
Auk alls þessa sló hún í gegn á Cannes auk þess að vera valin besta erlenda kvikmyndin á Golden Globe verðlaununum 2022.
Myndin er byggð á smásögu eftir hinn merka japanska rithöfund Haruki Murakami og segir frá leikara einum hvers eiginkona hverfur skyndilega.
Þýskir kvikmyndadagar 11. – 20. mars!
Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í þrettánda sinn dagana 11.- 20. mars 2022! Þema dagana er mannréttindi.
Dagskrána og sýningartíma allra kvikmyndana má sjá hér:
Opnunarmyndin í ár er hin sprenghlægilega gamanmynd I´m Your Man (Ich bin dein Mensch) rómantísk gamamynd sem gæti svarað vandamálum einhleypra kvenna. Eða hvað? 
Grosse Freiheit
Hans er stöðugt fangelsaður fyrir samkynhneigð, sem er bönnuð samkvæmt lögum í Þýskalandi stuttu eftir stríð. Hann myndar ólíklega ramma taug við fanga sem deilir með honum klefa …
 
Mennsk og stórbrotin saga sem snertir hjörtu og brýtur þau á sama tíma! Myndin hlaut dómnefndarverðlaunin í flokknum Un Certain Regard í Cannes og komst á stuttlista þeirra erlendra kvikmynda fyrir Óskarstilnefningu 2022.
Greg Sestero er á leiðinni til Íslands! Og það verður The Room veisla í Bíó Paradís! Hver er hann? Jú, hann er OH HI, MARK! í hinni verstu skemmtilegustu kvikmynd í heimi!
Föstudagspartísýning 11. mars kl 21:00!
Geggjuð grínmynd um innrás Marsbúa til jarðarinnar. Þetta er venjulegur dagur fyrir alla, eða þar til forseti Bandaríkjanna tilkynnir að sést hafi til Marsbúa og þá breytist allt! Búðu þig undir að hlæja og hafa sjúklega gaman á þessari FRÁBÆRU föstudagspartísýningu 11. mars kl 21:00!
Svartir Sunnudagar 13. mars kl 19:00! 
Sýnt verður nýtt, uppgert eintak frá Chantal Akerman safninu!! Meistaraverk Chantal Akerman sogar áhorfandann inn í raunveruleika húsmóður í Brussel á áttunda áratugnum. Myndin er sannkallað listaverk sem ýtir hversdagsleikanum út í slíkar öfgar að úr verður draumkenndur veruleiki.
Auglýsing

læk

Instagram