today-is-a-good-day

„Ég er pínu hræddur um að þeirra stragedía muni ekki verða heppileg“

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir stýrir COVID-19 göngudeild Landspítalans. Hann var gestur Sigmars Guðmundssonar í þættinum Okkar á milli í gærkvöldi þar sem hann sagði frá starfi sínu sem læknir á tímum kórónuveirufaraldurs. Ragnar talaði einnig um ástríðu sinni fyrir mat því hann er kannski betur þekktur sem ‘Læknirinn í eldhúsinu’.

Hann segist duglegur að vera í sambandi við vini sína og kollega erlendis og að hann reyni að  hughreysta þá við þessar erfiðu aðstæður.

„Þau áttuðu sig ekki á því að þetta myndi gerast svona hratt. Maður ímyndaði sér alltaf að maður myndi hafa meiri tíma en svo bara segir lögmálið um lógaryþmískan vöxt annað.“

„Það eru ótrúlega margir sem þykjast vita mjög mikið um þetta. En það er vert að geta þess að enginn okkar hefur glímt við heimsfaraldur áður. Það eru meira en hundrað ár síðan síðast geisaði slíkur. Það er enginn eftir til að spyrja.“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér

Auglýsing

læk

Instagram