Einfalt og fljótlegt avocado „caprese“ salat

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 mozzarella kúlur, skornar í sneiðar
  • 2 stórir tómatar, skornir í sneiðar
  • 1 stórt avocado, skorið í sneiðar
  • 1/2 dl fersk basillauf
  • 1 msk ólívuolía
  • 1/4 tsk þurrkað oregano
  • salt og pipar

Balsamik gljái:

  • 1/2 dl balsamik edik
  • 1 msk sykur

Hitið edik og sykur í litlum potti. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður og þessu leyft að malla í um 15 mín. Takið af hitanum og leyfið þessu að kólna í nokkrar mínútur.

Aðferð:

Auglýsing

1. Raðið til skiptis mozzarella, avocado, tómötum og basillaufum á disk eða fat.

2. Hellið smá ólívuolíu yfir allt saman ásamt balsamikgljáa. Kryddið með oregano, salti og pipar. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram