Fiskikóngurinn varar við blekkingum:„Það eru glataðir viðskiptahættir“

Kristjáni Berg Ásgeirssyni, eiganda verslunarinnar Fiskikóngurinn, blöskrar vinnubrögð sumra fisksala hér á landi sem hann segir að íshúði humar allt að 37 prósent til að þyngja hann.

„Mér finnst alveg glatað að fyrirtæki séu að þyngja sína vöru um allt að 37 prósent af vatni. Það eru glataðir viðskiptahættir. Þá skiptir ekki máli hvort rætt sé um kjúkling eða humar eða nokkuð annað. Þú átt ekki að þurfa að þyngja vöruna til að reyna að selja hana,“ segir Kristján.

„Það er verið að reyna að lækka vöruverð og þegar það er gert þá er girnilegra fyrir kaupandann að kaupa því það er ódýrara kílóverð en fólk sem hefur ekki þekkingu á þessu, það skilur þetta ekki. Það skilur þetta bara þegar það kemur heim og sýður hann og það sem átti að vera fyrir fjóra það dugar bara fyrir tvo í matinn. Þá verður það svekkt,“ segir Kristján.

Hér fyrir neðan má sjá færslu hans á Facebook um málið sem hann kallar Gullgrafara æði.

Auglýsing

læk

Instagram