Flugeldum stolið frá björgunarsveit í nótt

Auglýsing

Brotist var inn í hús­næði björgunar­sveitarinnar Bróður­hönd, undir Eyjafjöllum, í nótt og þaðan stolið flug­eldum fyrir um eina milljón króna.

„Við erum náttúru­lega björgunar­sveit af minnsta skalanum og erum fá­menn hérna austur í sveit þannig að sem betur fer liggjum við nú ekki með milljóna krónu birgðir af flug­eldum,“ segir Einar Viðar Einars­son, for­maður Bróður­handar, í samtali við Fréttablaðið og bætir við:

„Það sem var enn betra var að við höfðum okkar eina flug­elda­sölu­dag í gær þannig að það tak­markar peninga­lega tjónið fyrir okkur. Það hefur verið farið inn í húsið á milli 22:30 – 09:30 í nótt og það virðist bara hafa verið stolið flug­eldum. Öll önnur verð­mæti virðast hafa verið látin vera. Sölu­verð­mæti flug­eldanna hafa verið ein­hvers staðar upp undir milljón og eina tjónið sem varð er úti­hurðin sem þarf að endur­nýja. Við erum búnir að til­kynna þetta og lög­reglan er komin í rann­sókn málsins.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram