Flugfélagið PLAY gefur þúsund flugmiða og leitar að starfsfólki

Auglýsing

Komdu út að leika með okkur! Sala hefst í nóvember. Við gefum 1000 miða!“ segir á heimasíðu nýs íslensks lággjaldaflugfélags, sem kynnt var í morgun undir heitinu PLAY.

Í tilkynningu frá félaginu eftir blaðamannafund í Perlunni í morgun kom fram að flogið verði til Evrópu í vetur en að til standi að bæta við flugi til Norður-Ameríku „á komandi vormánuðum“.

Flugfélagið leitar nú að starfsfólki, samkvæmt tilkynningu félagsins. „Að baki PLAY stendur hópur fólks með víðtæka reynslu úr flugheiminum en margir starfsmenn PLAY hafa áður starfað hjá flugfélögum á borð við WOW air og Air Atlanta. Þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu félagsins og áhafnarmeðlimi.“

Markaðsstefna PLAY minnir margt á WOW air, hvað varðar leikgleði og gamansemi.

Auglýsing

„Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og við leggjum mikla áherslu á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstætt verð,“ segir félagið.

Í auglýsingu frá félaginu á vefsíðu þess, flyplay.com kemur fram að félagið leiti meðal annars að Söluséní, Vefmálara, Markaðsgúrú, Þjónustuhetjum og Talnaglöggvara.

„Við viljum bæta í hópinn jákvæðu og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu,“ segir í lýsingu félagsins. Þetta kom fram á Stundinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram