Gestgjafinn kominn út – Glæsilegur og fjölbreyttur að vanda

Þema blaðsins er einkar spennandi þar sem götumatur og mexíkóskt er megin þemað. Margar girnilegar og gómsætar uppskriftir eru meðal efnis en myndirnar í blaðinu eru einstaklega litríkar og flottar. Mexíkósk smáréttaveisla, sniðugar uppskriftir með tortilla, geggjaðir hamborgarar og sætir bitar auk einstaklega sniðugra og einfaldra uppskrifta að fjölbreyttu salsa og sýrðu hráefni sem krydda sannarlega hvern rétt og eru frábært meðlæti og ofan á tortillur og hamborgara. Gestgjafinn kíkti auk þess í einkar fallega og góða bröns-veislu hjá Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem hún töfrar fram góða rétti í góðra vina hópi. Í blaðinu er einnig að finna umfjöllun um nýjung í lambakjöti, fallegar eldhúsvörur og ýmsan annan fróðleik um mat og vín. Auk þess er bent á nokkra góða veitingastaði í London og pöbba í Dublin. Þetta og margt, margt fleira.

Hægt er að lesa einstakar greinar og uppskriftir úr blaðinu og blaðið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs. Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

Auglýsing

læk

Instagram