Gleymdi gítarnum í geymslunni í yfir 20 ár

Auglýsing

„Ég hlusta alltaf á hlaðvörp þegar ég fer út að ganga eða geri eitthvað leiðinlegt eins og að ganga frá einhverju drasli eða brjóta saman þvott.

The Daily eru vandaðir fréttaskýringaþættir blaðamanna New York Times og Mea Culpa sem hinn kjaftfori Michael Cohen heldur úti og eru hressandi. Hann er fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trumps sem flæktist í spillingarmál hans og hlaut dóm fyrir. Snérist síðan gegn Trump, vitnaði gegn honum og lætur hann sannarlega heyra það í hlaðvarpi sínu.“

Þetta segir Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, í Afþreyingu Vikunnar og en í þeim lið er tekinn púlsinn á því helsta sem viðkomandi er að lesa, hlusta eða horfa á þessa dagana. Auðun heldur áfram að ræða það helsta í hans hlaðvarpsheimi auk tónlistar. Auðun segir:

„Þegar ég er heilsuþenkjandi hef ég gaman af símatímum heilsugúrúsins Jon Gabriel og svo er Heilsuvarpið með Röggu Nagla fræðandi, áhugavert og hvetjandi. Öfunda síðan alla þá sem eiga eftir að hlusta á Wind of Change og S-Town.“

Auglýsing

Rykfallinn í viðgerð

Nýjasta poppið er alltaf í eyrunum því ég er svo heppinn að vinna með hressu fólki á K100 sem er alltaf að hækka í gleðinni. Ég er nánast alæta á alla tegund af tónlist og finnst gaman að rifja upp Pizzicato Five og hinn tilraunakennda Cornelius frá því ég bjó í Japan. Brasilískt samba fær mig alltaf til að dansa eins og ég sé að sóla einhvern í fótbolta en ef ég opna play-lista á Spotify þá er hin seiðandi Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakklands, þar framarlega. Gleymdi gítarnum í geymslunni í yfir 20 ár og fór með hann um daginn rykfallinn í viðgerð. Á meðan ég bíð eftir honum er ég að rifja upp gömlu bítlagítargripin.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram