today-is-a-good-day

Glódís sparkaði bolta í húsvegg á fyrsta heimavellinum: „Mamma og pabbi voru brjáluð þegar ég hitti í gluggann“

Stelpurnar okkar eru því miður úr leik á EM í fótbolta í Hollandi en þær eiga þó einn leik eftir á móti Austurríki á morgun. Þrátt fyrri tvö sár töp hefur frammistaða liðsins verið góð og stelpurnar hafa vakið athygli erlendra liða.

Sjá einnig: Fyrsti heimavöllur Gunnhildar Yrsu var úti í garði: „Maður setti upp föt og skó og var að rekja á milli“

Glódís Perla Viggósdóttir er búin að vera í eldlínunn í vörn landsliðsins á EM. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Glódísi á æskuheimili hennar í Furugrund í Kópavogi. Þar í garðinum var fyrsti heimavöllur Glódísar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

„Þessi veggur var fullkominn en mamma og pabbi voru svolítið reið því sjónvarpið var hér fyrir innan,“ segir Glódís um húsvegg sem vinsælt var að sparka bolta í. „Þau sátu í sófanum með bakið í mig voru brjáluð þegar ég hitti í gluggann.“

Auglýsing

læk

Instagram