Hættuleg baktería tengd við vissan hundamat

Auglýsing

Það getur verið freistandi að gefa hundinum þínum mat sem er nær því sem finnst í náttúrunni. En vísindamenn hafa nú komist að því að aukin áhætta er á sýklalyfjaónæmum bakteríum  þegar gefið er hráfóður, samanborið við hefðbundið hundafóður.

Rannsókn við háskólann í Bristol hefur varpað ljósi á þetta vandamál. Alls tóku 600 fullorðnir hundar og 223 hvolpar þátt í tvíþættri rannsókninni. Eigendur söfnuðu saursýnum hundanna sem síðan voru rannsökuð með tilliti til lífsstílsþátta, upplýsinga eigenda um umhverfi hundanna og tilvist sýklalyfjaónæmra e-coli gerla.

Rannsóknin leiddi í ljós að hundarnir sem fengu óunnið kjöt voru með fleiri sýklalyfjaónæmar e-coli bakteríur í hægðum sínum samanborið við hunda sem fengu hefðbundið, þurrkað hundafóður. Og þessir sýklar geta smitast til eigenda sinna.

„E-coli er að finna í þörmum allra dýra og manna. En e-coli er líka orsök margra sjúkdóma, þar á meðal alvarlegra sjúkdóma,“ segir Matthew Avison, prófessor í sameindasýklafræði og meðhöfundur rannsóknarinnar.

Auglýsing

Fjallað er meira um málið á vef Lifandi vísinda.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram