Hálft ár í RVK Fringe

Auglýsing

Í kvöld, laugardaginn 4. janúar, fer fram kynningarhóf RVK Fringe á Hlemmi Square frá kl 20-23. Hófið nefnist Hálft ár í Fringe en nákvæmlega 6 mánuðir eru þar til þriðja RVK Fringe hátíðin fer fram, 4.-12. júlí, víðsvegar um borgina.
Aðgangur er ókeypis og veitingar og skemmtiatriði í boði af ýmsum toga.
Kynnar kvöldsins verða uppistandararnir Dan Zerin og Huw C Jones. Skemmtiatriði verða í höndum tónlistarkonunnar Ingo is an Artist, brot úr örverkahátíðinni Ég býð mig fram eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur verður sýnt, listhópurinn Eríalist býður upp á dans acro verk, hátíðarhaldarinn Jessica LoMonaco leikur sér að eldi og kabarett listamaðurinn St Edgar verður með boylesque atriði.
Eins og stendur er enn hægt að sækja um að vera með í RVK Fringe 2020, en umsóknir eru opnar til mánudagsins 6. janúar. Hægt er að sækja um að vera með á heimasíðu hátíðarinnar, www.rvkfringe.is en einnig er hægt að sækja um að taka þátt í viðlíka hátíðum á öllum Norðurlöndum í gegnum sömu umsókn.
Hátíðin tekur á móti umsóknum í öllum listgeirum, þ.á.m. leiklist, dansi, uppistandi, ljósmyndasýningum, barnasýningum, kabarett, sirkús, námskeiðum, fyrirlestrum, stuttmyndum, tónlist o.s.frv.
Ekkert aldurstakmark er fyrir þátttöku í hátíðinni, og ekki eru gerð skilyrði fyrir menntun á sviði lista. Hátíðin er ætluð sem stökkpallur fyrir nýja listamenn og sem vettvangur fyrir reyndari listamenn til að prófa og þróa ný verk.
Hlemmur Square styrkir kynningarhófið.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram