Hildur sjón­varps­tón­skáld árs­ins:„Mamma, þetta er fyrir þig”

Auglýsing

Hildur Guðnadóttir,sellóleikari og tónskáld, var í gær útnefnd sjónvarpstónskáld ársins fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þetta kom fram á vef Rúv.

Verðlaunin voru veitt á World Sound­track aw­ards sem hald­in er ár­lega í belg­ísku borg­inni Ghent. Hildur hefur verið að skapa sér nafn í tónlistarheiminum undanfarið og hlaut meðal annars Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í þessari sömu þáttaröð. Einnig hefur hún fengið mikið lof fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Í þakkarræðu sinni tileinkaði hún móður sinni verðlaunin og sagði hana hafa kennt sér snemma að tónlistin væri mikilvægari en veraldlegar eigur. Og móðir hennar hafi svo sannarlega sýnt það í verki með því að selja bílinn sinn til að fjármagna kaupin á fyrsta sellói Hildar. „Mamma, þetta er fyrir þig,” sagði Hildur að lokum og lyfti verðlaunagripnum hátt á loft.

Hún skrifaði einnig nýlega undir plötusamning við þýska útgáfurisann Deutsche Grammophon.

Auglýsing

Hægt er að horfa á mynd­skeið frá verðlauna­af­hend­ing­unni með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram