Hlaðvarp um húðina

Hlaðvarpsþættirnir Húðkastið eru gefnir út af Húðlæknastöðinni en það eru þær Ragna Hlín,
Jenna Huld og Arna Björk sem fræða hlustendur um ýmis húðvandamál og gefa þeim góð ráð.

Þær stöllur eru húðlæknar hjá Húðlæknastöðinni og hafa brennandi áhuga á öllu sem
viðkemur húðinni. Í hlaðvarpið hafa einnig komið góðir gestir, eins og lýtalæknirinn Hannes
Sigurjónsson og áhrifavaldurinn Helgi Ómars sem tók fyrir húðumhirðu karla. Auk þess fjalla
þær um ýmis málefni tengd húðinni, eins og bótox, húðkrabbamein og öldrun húðarinnar.

Hægt er að hlusta á þættina á Spotify og Apple Podcasts eða á vefsíðu Húðlæknastöðvarinnar.

Texti: Anna Lára Árnadóttir

Auglýsing

læk

Instagram