HönnunarMars 2021: Trash Talk – Tölum Um Rusl

Auglýsing

‘Trash Talk – Tölum Um Rusl’ er samsýning fimm hönnuða á Hönnunarmars 2021 og hafa öll verkin það sameiginlegt að hugmyndirnar hafa kviknað út frá rusli og hvernig leysa mætti þann óumflýjanlega vanda sem því fylgir.
Fatalínan Slembival eftir Sæunni Kjartansdóttur og Ólöfu Jóhannsdóttur verður til sýnis, Borgartunnan eftir Baldur Helga Snorrason, verk eftir Hörpu Hrund Pálsdóttur og innsetningin Bleikur matur eftir Sylva Lamm.
Sýningin verður opin dagana 19.-23. Maí á Kolagötu á Hafnartorgi. (Geirsgata 4). Opið verður:
mið 19.05. kl. 11-20
fim 20.05. kl. 11-18
fös 21.05. kl. 11-18
lau 22.05. kl. 11-18
sun 23. kl. 12-17
Fatalína Slembival mun vera til sölu á sýningar stað.
-> SLEMBIVAL:
Fatahönnuðirnir Sæunn Kjartansdóttir og Ólöf Jóhannsdóttir skapa sér framúrstefnulegt hönnunarferli sem er byggt á slembivali og endurnýtingu. Þráin til þess að ögra sjálfum sér sem hönnuði ásamt því að takast á við þann samfélags- og umhverfis vanda sem textílsóun er.
Endurnýting á gömlum fatnaði hefur sést víða, enda umhverfisvænt og hagstætt. Slembivals aðferðin er hins vegar óhefðbundin og hefur ekki sést áður í fatahönnun. Ferlið býður upp á tækifæri til að takast á við áskoranir og veitir nýja sýn á sköpunarferlið.
Við höfum safnað uþb. 200 kg af notuðum fötum árið 2020. Með Slembivals aðferðinni drögum við, með hanska og blindandi, 3 flíkur úr fatahrúgu að hverju sinni. Þær flíkur skulu vera nýttar til hönnunar og gerðar á nýrri flík. Hvort allar 3 flíkurnar verði nýttar er svo metið að hverju sinni. Hvers konar flík skal hanna í hverri umferð er einnig valið að handahófi. Markmiðið er að sóa ekki efni/flíkum og að skapa nýja flík sem er falleg og nothæf. Á þennan hátt framleiðum við heila fatalínu og viðskiptavinir fá einstaka flík með sögu. Söguna má svo sjá í gegnum QR kóða á merkimiða flíkinnar.
-> BORGARTUNNAN:
Borgartunnan er ný sorpflokkunartunna fyrir almenningsrými hönnuð af Baldri Helga Snorrasyni og Adrian Frey Rodriguez fyrir íslenskt umhverfi og aðstæður.
Umræða um flokkunarmál hefur aukist verulega undanfarin ár og náð nýjum hæðum í ljósi nýrra upplýsinga um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Áhugi hins opinbera og almennings á bættri flokkunar- og urðunarstefnu hefur tekið á sig margar myndir en Borgartunnan gæti orðið liður í því að sýna þessar nýju áherlsur í verki á götum borgarinnar.
-> KÆRA RUSL
Harpa Hrund Pálsdóttir
Kæra Rusl, þetta er framtíðin okkar.
Kæra Rusl er verkefni um sambandsleysi mitt við rusl.
Undanfarið hef ég fundið fyrir vonleysi gagnvart öllu ruslinu í heiminum og oft á tíðum fundist eins og kerfin sem til eru séu að verða úrelt.
Hvað ef ég myndi verða hlekkur í ferlinu sem sorphirða er?
Hvað ef ég gæti borðað rusl?
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram