„Í mínum huga kemur ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja verði frystar núna strax á meðan á rann­sókn stend­ur“

„Í mínum huga kemur ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja verði frystar núna strax á meðan á rann­sókn stend­ur. Um er að ræða rann­sókn á mögu­legu mútu­broti, pen­inga­þvætti og skatta­laga­brot­um. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur millj­arða­fyr­ir­tæki með umtals­verð umsvif í fjölda ríkja og skatta­skjóls­svæð­u­m.“

Þetta skrifar Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book. Í færslunni minnir hún á að eignir dægurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar á meðan rannsókn á meintum skattalagabrotum stóð yfir.

„Þá tel ég heldur ekk­ert annað koma til greina en að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Sam­herja stígi til hliðar á meðan á rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara stendur enda málið algjör­lega for­dæma­laust.“

En sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, var áður stjórnarformaður Samherja og vann hjá útgerðinni í þinghléum.

Færsla Helgu Völu kemur í kjölfar umfjöllunar í þættinum Kveik í gærkvöldi, þar sem Samherji er sakaður um stórfellda spillingu í Namibíu. Sjá einnig hér: https://www.nutiminn.is/samherji-skellir-skuldinni-a-johannes/.

Auglýsing

læk

Instagram