Indverskar kjötbollur í bragðmikilli karrýsósu

Auglýsing

Hráefni í kjötbollur:

 • 1 kg grísahakk
 • 3 cm biti af engifer, rifinn niður
 • 1 msk cumin
 • 1 msk kóríander
 • 1/4 tsk negull
 • 1/4 tsk kanill
 • 1/8 tsk múskat
 • 1/4 tsk svartur pipar
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • 1 tsk salt
 • 2 msk hrein jógúrt
 • 1 msk bragðlaus olía

Hráefni í karrýsósu:

 • 1 laukur, skorinn niður
 • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 2 cm engiferbiti, rifinn niður
 • 1/2 dl kóríander-stilkar, saxaðir
 • 3 msk indverskt karrýmauk
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 250 ml vatn
 • 125 ml rjómi
 • tsk garam masala
 • kóríanderlauf, söxuð

Aðferð:

1. Blandið saman í skál, svínakjöti, engifer, cumin, kóríander, negul, kanil, múskati, svörtum pipar, cayenne, salti og jógúrt. Blandið vel saman. Mótið hæfilega stórar kjötbollur og leggið á fat.

Auglýsing

2. Hitið 1 msk olíu á pönnu og steikið bollurnar þar til þær brúnast og eru eldaðar í gegn. Gott er að steikja ekki of margar í einu á pönnunni, heldur gera þetta í skömmtum. Leggið bollurnar á fat þegar þær eru tilbúnar.

3. Takið mestu fituna af pönnunni og steikið síðan lauk, hvítlauk, engifer og kóríander-stilka í um 10 mín og hrærið reglulega í. Bætið næst karrýmauki á pönnuna og hrærið í um 1 mín. Þá fara tómatar og vatn saman við og þetta látið malla stutta stund.

4. Bætið kjötbollunum nú aftur á pönnuna og ausið sósunni yfir þær. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla á lágum hita í um 20 mín. Þegar nokkrar mínútur eru eftir er rjóma hrært saman við og þetta smakkað til með örlitlu salti. Toppið með garam masala kryddi og söxuðum kóríander-laufum. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram