Jennifer Aniston sló heimsmet

Auglýsing

Leikkonan Jennifer Aniston mætti á Instagram og sló heimsmet í leiðinni.

Aniston, sem hefur hingað til ekki verið á Instagram, kom, sá og sigraði í vikunni þegar hún opnaði Instagram reikning sinn. Það tók hana aðeins 5 klukkustundir og 16 mínútur að fá 1 milljón fylgjenda og þegar þetta er skrifað eru fylgjendur hennar orðnir rúmar 13 milljónir.

Það voru hertogahjónin Harry og Meghan sem áttu fyrra heimsmet en þau fengu 1 milljón fylgjenda á 5 klukkustundum og 45 mínútum þegar þau skráðu sig á Instagram í apríl síðastliðnum.

Fyrsta myndin sem hún setti inn var af sér og meðleikurum sínum út þáttunum Friends og skrifaði hún undir myndina:„Og nú erum við Instagram VINIR líka. Hæ Instagram.“

Auglýsing

Sjá einnig hér: https://www.nutiminn.is/jennifer-aniston-maetti-a-instagram-med-neglu-allir-vinirnir-samankomnir/

Vinsældir Aniston voru það miklar að reikningur hennar datt tímabundið út og baðst hún afsökunar á því í annarri færslu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram