Jennifer Lopez lokaði Versace sýningunni í sögulegum kjól

Auglýsing

Tískuvikan í Milanó stendur nú sem hæst og sýndi tískuhúsið Versace í gærkvöldi vorlínu sína fyrir 2020.

Lokatriði kvöldsins var það sem stóð upp úr en Donatella Versace, listrænn stjórnandi tískuhússins, notaðist við nýjustu tækni í lokatriðinu. Þegar tískusýningin var nær enda heyrðist rödd hennar í salnum þar sem hún bað Alexu, rödd Google, að sýna sér græna kjólinn sem Jennifer Lopez skartaði á Grammy verðlaununum árið 2000. En sá kjóll vakti heimsathygli og er einn af umtöluðustu kjólum fyrr og síðar.

Næst spurði hún hvort hún gæti séð ” the real thing” og þá birtist Lopez sjálf við mikinn fögnuð áhorfenda og gekk tískupallinn eins og henni einni er lagið. Mátti vart sjá mun á henni nú og fyrir 19 árum.

 

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram