JóiPé og Króli einoka vinsældarlista Spotify: Sitja í 17 efstu sætunum á íslenska listanum

Auglýsing

Rappararnir JóiPé og Króli einoka lista yfir 50 vinsælustu lög landsins á Spotify. Félagarnir, sem slógu í gegn með laginu B.O.B.A í fyrra eiga 17 efstu lög listans en það eru öll lögin á plötunni Afsakið hlé, sem kom út í vikunni.

Króli virðist vera nokkuð ánægður með tíðindin miðað við viðbrögð hans á Twitter

JóiPé og Króli sendu frá sér myndband við lagið Þráhyggja rétt áður en platan kom út í vikunni. Myndbandið er komið upp í 43 þúsund áhorf á Youtube en búið er að spila lögin af plötunni 9 til 26 þúsund sinnum.

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagarnir einoka spilunarlista Spotify. Þegar þeir sendu frá sér plötuna Gerviglingur í fyrra röðuðu lögin af henni sér í átta efstu sæti listans.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram