Ljótu kart­öfl­urn­ar eru fyrstu flög­urn­ar úr ís­lensk­um kartöflum

Framleiðsla er hafin á fyrstu flögunum úr íslenskum kartöflum og koma þær brátt í búðir.

„Hug­mynd­in kviknaði fyr­ir mörg­um árum. Fjöl­skyld­an mín á sum­ar­bú­stað á Hornafirði þar sem mikið er ræktað af kart­öfl­um. Ég sá hvað það var mikið magn af kart­öfl­um sem voru tekn­ar til hliðar og fóru ekki í sölu því þær þykja ekki nógu fal­leg­ar. Ég komst að því að það var eng­inn að búa til snakk úr ís­lensk­um kart­öfl­um og þannig kviknaði hug­mynd­in,“ seg­ir Viðar Reyn­is­son snakk­fram­leiðandi.

Hann segir hugmyndina hafa kviknað fyrir mörgum árum en fjölskylda hans ræktar mikið af kartöflum í sumarbústað sínum í Hornafirði. Sá hann hversu mikið magn af kartöflum er tekið til hliðar og ekki seldar þar sem þær þykja ekki nógu fallegar. Hann komst að því að enginn væri að gera snakk úr íslenskum kartöflum og hugmyndin kviknaði.

„Það voru marg­ir sem reyndu að tala um fyr­ir mér því ís­lensk­ar kart­öfl­ur þykja alls ekki heppi­leg­ar til snakk­fram­leiðslu. Það er mikið af sykr­um í þeim sem veld­ur því að erfitt er að steikja þær án þess að brenna þær. En við höf­um þróað aðferð til að það heppn­ist,“ seg­ir Viðar Reynisson snakkframleiðandi.

Auglýsing

læk

Instagram