Lokanir á Reykjanesbrautinni í dag

Vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefið út áríðandi tilkynningu um lokanir á Reykjanesbrautinni í dag. Talið er að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur en lögreglan getur ekki gefið upp nákvæma tímasetningu.

„Ekki er vitað um ná­kvæma tíma­setn­ingu en lokað verður um það bil 5 mín­út­um áður en fylgd­in fer á braut­ina og mun lok­un­in standa yfir í 5 mín­út­ur eft­ir að fylgd­in verður kom­in á braut­ina. Ekki er talið að lok­un­in muni sanda yfir í lang­an tíma. Sami hátt­ur verður hafður á við brott­för fylgd­ar­inn­ar. Jafn­framt má bú­ast við tíma­bundn­um um­ferðart­öf­um ann­ars staðar á svæðinu af sömu ástæðu.“

Auglýsing

læk

Instagram