Menningarhátíðin Klikkuð menning

Menningarhátíðin Klikkuð menning fer af stað í dag og er tilefni hátíðarinnar 40 ára afmæli Geðhjálpar.

„Við vildum fagna því á góðan og fallegan hátt svo við ákváðum að halda gleðihátíð. Tíðarandinn kallar á meiri umræðu um geð og geðmál,“ segir Hildur Loftsdóttir, verkefnastjóri Geðhjálpar/Klikkaðrar menningar, í samtali við Fréttablaðið.

„Geðsjúkdómar er enn tabú í dag. Við erum öll með gott og slæmt geð og allt þar á milli. Við viljum normalísera það að tala um geðheilsu eins og við tölum um líkamlega heilsu. Það er mikilvægt að fagna því að við erum ekki öll með eins geðslag.”

Hátíðin verður sett í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag kl 16, með ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar sem stendur yfir dagana 19-22. október.

Á facebook síðunni Klikkuðmenning má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Klikkuð menning 19. – 22. september. Þér er boðið!

Þér er boðið á Klikkaða menningu!Geðhjálp fagnar 40 árum og ætlar því að halda geggjaða menningarhátíð með sjúklega skemmtilegum atriðum með geðveikt flottu listafólki – frítt inn fyrir alla.19. – 22. september mun hátíðin liðast niður Hverfisgötuna, alla leið niður að Hafnarhúsi og dreifa tónlist, myndlist, uppistandi, fyrirlestrum, bókmenntum, bíói, tjáningu og enda svo á tjúlluðum tónleikum. Komdu og vertu með í að fagna fjölbreyttri geðheilsu okkar.Hlökkum tryllt til að sjá þig!

Posted by Klikkuð menning on Friday, August 30, 2019

Auglýsing

læk

Instagram