Menningarrýmið Midpunkt auglýsir eftir íslenskum og alþjóðlegum listamönnum til að sýna á næsta ári.

Auglýsing

Midpunkt auglýsir eftir íslenskum og alþjóðlegum listamönnum til að sýna á næsta ári. Menningarrýmið sem hefur verið starfrækt í Hamraborg 22 varð ársgamalt um daginn og  fagnaði því með kvikmyndasýningu í Bíó Paradís og stærstu samsýningu í sögu rýmisins, en alls deila sjö dans- og myndlistakonur Midpunkt með sér þessa stundina. Hægt er að senda umsóknir á Midpunkt til klukkan tólf á miðnætti þann 15. Nóvember en eftir það munu sýningarstjórar fara yfir umsóknir og skipuleggja næsta ár.
Midpunkt er rekið af hjónunum Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson, kóreograf og myndhöfund, og Snæbirni Brynjarsyni, rithöfund og leikhöfund. 
 
 
 Með líkamann að vopni
Á dögunum opnaði sýningin „Með líkamann að vopni” í menningarrýminu Midpunkt í Hamraborg. Um er að ræða fjórtándu sýninguna sem Midpunkt stendur fyrir á einu ári.
Í sýningunni “Með líkamann að vopni” má sjá listakonurnar kljást við líkamann ekki bara sem uppsprettu listar heldur sem pólitískt afl, jafnvel pólitíska yfirlýsingu. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á vinnuaðferðir kóreografíunnar. Skipulagningu og samvinnu sem skapa myndræna sýningu með kóreografískri uppbyggingu. Gefa listamönnunum tækifæri til að koma saman, mynda samtal og sýna verk sín í samhengi við aðra listamenn. Upphefja kóreografíska nálgun og kynna fyrir áhorfendum fyrir nýjum listamönnum, nýjum aðferðafræðum og breyttri uppsetningu sýninga.  
Opna fyrir einlægni, opinberun og viðkvæmni og koma á fót samtali milli danslistar og myndlistar sem opnar á samruna, sköpun og aðferðafræði fyrir komandi kynslóðir listamanna. 
Með líkamann að vopni er innsetning með kóreografísku ívafi, þar sem allar sjö listakonurnar eru með dansmenntun á bakinu en vinna núorðið með myndverk af ýmsu tagi. 
Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson er sýningarstjóri “Með líkamann að vopni”.„Fyrir rúmu ári fékk ég flugu í höfuðið að setja saman sýningu sem einblínir á listamenn sem vinna með kóreografískar aðferðafræði. Listamenn sem eru menntaðir dansarar og danshöfundar en velja það að vinna með innsetningar, skúlptúra, ljósmyndir, vídjó verk í stað sviðsverka.”
Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson er upprennandi sýningarstjóri, en hún hefur sýnt það og sannað með tilkomu Midpunkts og þeim sýningunum sem hún hefur stýrt þar. Ragnheiður er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands með BA á samtímadansbraut. Hún lauk MFA frá Gautaborgarháskólanum í Performace list í almenningsrými og er með meistarapróf sem myndlistarkennari frá Listaháskóla Íslands. 
Um þessar mundir vinnur Ragnheiður sem Myndlistarkennari í Kársnesskóla ásamt því að reka Midpunkt og vinna að eigin verkefnum. 
„Það er nóg um að vera í mínu lífi. Ég er ein af þessum týpum sem þarf alltaf að vera með verkefni í höndunum. Á góðum degi fæ ég þó nokkuð margar hugmyndir og það er erfitt að þurfa að hunsa þær allar. Aðeins brot a brot verður að veruleika en það er gott að vera aktív og halda sér í formi svo hugmyndaflæðið staðni ekki” segir Ragnheiður. 
„Kennslan er góður vettvangur til að leyfa hugmyndunum að líta dagsins ljós. Ég leyfi mér að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og leyfi námsefninu að vera breytingum háð, líkt og lífið okkar er.”
„Ég hef gaman að því að geta samtvinnað kennsluna, listina og Midpunkt. Hef enn ekki tekið krakkana í göngutúr í Hamraborgina en nýti aðferðafræði og hugmyndafræði við kennslu sem ég beiti sem listamaður og sýningarstjóri. Fljótlega fer ég að fá krakkana með mér í göngutúr upp í Midpunkt og leyfa þeim að spreyta sig að horfa á nýstárleg listaverk.”
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram