Nýtt og glæsilegt grillblað Gestgjafans er komið út

Auglýsing

Grillblaðið er stútfullt af krassandi og gómsætum kræsingum allt frá steikum að grilluðum sætum bitum. Meginþemað er vissulega grillaður matur eins og nafnið gefur til kynna en að þessu sinni voru einfaldar og fljótlegar uppskriftir hafðar að leiðarljósi, uppskriftir sem allir geta gert án þess að gefinn sé afsláttur af bragðgæðum. Í blaðinu eru sérlega gómsæt og spennandi uppskriftir að grillspjótum og mætti nefna nautaspjót með kryddjurtasalati og laxaspjót með engifer og sítrónu.

Forsíðurétturinn er lostæti og ekki spillir fyrir að hann er fljótlegur en það eru grillaðir kjúklingaleggir með za´atar-kryddblöndu og sítrónu. Auk þessa er fjöldinn allur af grilluðum gómsætum steikum og fiski.

Meðlætið með grillmatnum er ekki síður mikilvægt hvort sem það er grillað eða ekki en í blaðinu er að finna hvoru tveggja; grillað einfalt meðlæti og einnig sérlega gómsæt kartöflusalöt sem hægt er að undirbúa daginn áður. Eftirréttirnir eru að sjálfsögðu grillaðir og mætti nefna ávaxtaspjót, grillaða vatnsmelónu með fetaosti og kanilepli með vanillukremi.

Ýmislegt annað spennandi eins og umfjöllun um veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni og áhugavert viðtal við Helgu Vollertsen sérfræðing í þjóðhátta í Þjóðminjasafninu. Þeir Anton og Bjarki bjóða upp á nokkra gómsæta grillrétti en þeir halda úti Instagram-síðunni Matarmenn og mottóið þeirra er að lífið sé of stutt fyrir vondan mat. Sælkerar sem ætla að leggja leið sína til New York geta fundið góða grein um bröns-staði í stóra eplinu. Auk þess eru fullt af skemmtilegum og sumarlegum kokteilum ásamt fróðleik um mat og vín. Þetta og margt, margt fleira.

Auglýsing

Smelltu hér til að skoða sýnishorn úr grein Gestgjafans

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram