Óboðinn gestur stal senunni á Chanel tískusýningu

Auglýsing

Franski grínistinn og Youtube stjarnan, Marie Benoliel, stökk upp á pallinn á tískusýningu Chanel á Paris Fashion Week í dag. Klædd líkt og Coco Chanel í köflóttri dragt og með svartan hatt tókst henni að ganga góða stund með fyrirsætunum. Féll hún það vel inn í sýninguna að öryggisverðirnir virtust óvissir hver af þeim var sú sem stökk á pallinn. Það var svo engin önnur en fyrirsætan Gigi Hadid sem pikkaði öxlina á henni og fylgdi henni baksviðs.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marie, sem gengur undir nafninu Marie s’Infiltre á Youtube, er með slíkan gjörning. Fyrr í vikunni stökk hún óboðin á tískupall og læddist aftan að fyrirsætu, klædd í silfurlitaðar stuttbuxur og í glimmer topp. Hún gekk einnig um með “lífvörð” þann sama dag og þóttist vera áhrifavaldur.

Benoliel hefur sætt gagnrýni síðustu ár fyrir að nota mótmæli og aðrar uppákomur til að vekja athygli á sér, þar á meðal Paris Pride. Þrátt fyrir það virtist uppátæki hennar skemmta fólki og fólk var duglegt að skemmta sér yfir þessu á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum í dag. Svo það má segja að markmiðinu hafi svo sannarlega verið náð.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram