Örskýring: Lögreglustjóri braut lög um persónuvernd

Um hvað snýst málið?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á suðurnesjum, sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu, greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri aðila. Hún er í dag lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er hluti af lekamálinu.

Sigríður Björk braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þegar hún sendi Gísla greinargerðna. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem Kjarninn hefur birt.

Hvað er búið að gerast?

Engin eftirmál verða af hálfu innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Persónuverndar. Þetta segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra í Fréttablaðinu.

Ólöf segir jafnframt að Sigríður Björk verði ekki áminnt af ráðuneytinu. Áminning er stjórnsýslulegt úrræði sem notast er við hafi embættismaður brotið starfsskyldur sínar með einhverjum hætti.

Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.

Hvað gerist næst? 

Í Fréttablaðinu segir utanríkisráðherra að niðurstaða Persónuverndar sé tilefni fyrir stjórnsýsluna í heild sinni til að endurskoða miðlun trúnaðarupplýsinga.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram