Reiknaðu kolefnissporið þitt:„Þetta reddast ekki – nema við minnkum kolefnissporið núna“

Auglýsing

Orkuveita Reykjavíkur og EFLA verkfræðistofa hafa nú gert öllum aðgengilegan kolefnisreikni á netinu þar sem hvert og eitt okkar getur reiknað kolefnisspor sitt á einfaldan og fljótlegan hátt. Þá eru gefin ráð um hvernig minnka megi eigið kolefnisspor út frá þeim upplýsingum sem slegnar eru inn.

OR og EFLA tóku ákvörðun um að vinna saman að því að þróa nýtt verkfæri fyrir almenning. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um neyslumynstur okkar ásamt því að benda á góð ráð til að minnka kolefnissporið. Þetta er einnig þáttur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. OR er í forystuhlutverki meðal íslenskra fyrirtækja á sviði loftslagsmála og EFLA er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í samfélagslegri ábyrgð, vistvænum lausnum og útreikningum á kolefnisspori.

Landsmenn þurfa að minnka sitt kolefnisspor verulega

Neysludrifið kolefnisspor íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en mætti ekki vera meira en 4 tonn til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins um aðgerðir gegn loftslagvánni.

Kolefnisreikninum er skipt upp í þá fjóra þætti sem hafa mest áhrif á stærð kolefnissporsins. Þættirnir endurspegla það val sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, matvæli og ferðalög.

Auglýsing

Almennt er kolefnisspor bíl- og flugferða stærsti hluti kolefnisspors meðal-Íslendingsins enda meginhluti þessara samgangna knúinn jarðefnaeldsneyti. Orkunotkun húsnæðis vegna hitaveitu og rafmagns hefur hins vegar lítil áhrif á kolefnissporið enda orkan þar græn.

Í kolefnisreikninum sér hver og ein sem slær inn upplýsingar um sínar venjur eigið kolefnisspor í samanburði við kolefnispor almenns íbúa á Íslandi. Einnig sést samanburður við það hversu lítið kolefnissporið þarf að vera til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun árið 2100 innan við 1,5°C, miðað við hitastig fyrir daga iðnbyltingarinnar.

Útreikningur á kolefnisspori

Útreikningur á kolefnisspori ferða, matar, húsnæðis og neyslu styðst við vistferilsgreiningar sem er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif þjónustu og vöru á öllum líftíma þeirra – frá vöggu til grafar. Upplýsingar sem slegnar eru inn eru ekki persónugreinanlegar.

Kolefnisreiknirinn sýnir eina gerð umhverfisáhrifa, þ.e. stærð kolefnisspors, en auðvitað skipta önnur umhverfisáhrif einnig máli. Umhverfisáhrif vegna athafna okkar byggja á því vali sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi, sérstaklega hvað varðar ýmsar vörur, þjónustu, ferðir og matvæli.

Nánari upplýsingar um Kolefnisreikninn og aðferðarfræðina eru á vefnum á slóðinni:

https://www.kolefnisreiknir.is/methodology

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR

Það er á ábyrgð okkar allra að bægja burt loftslagsvánni. Ríki og sveitarfélög verða að gera sitt, fyrirtæki þurfa að taka sig taki og hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogarskál þess að jörðin verði lífvænlegri fyrir komandi kynslóðir. Þetta reddast ekki – nema við minnkum kolefnissporið núna.

Við vonum að fólki líki vel við kolefnisreikninn okkar og að hann hjálpi fólki að átta sig á hvaða hluti neyslu okkar hefur mest áhrif á stærð kolefnissporsins og hvernig hægt er smækka það. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg. Þess vegna skiptir það máli að hvert og eitt okkar sjái hvar við getum breytt hegðunarmynstri okkar.

Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá EFLU

Með kolefnisreikninum viljum við færa landsmönnum upplýsingar sem þeir geta nýtt til að bæta eigið kolefnisspor. Með vali sínu geta neytendur haft gríðarleg áhrif á framleiðendur og þjónustuaðila og bæði hvatt þá til að bæta vörurnar sínar og til að upplýsa betur um umhverfisáhrif þeirra. Tækifæri til umbóta eru því fjölmörg.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram