Sakar Leonardo DiCaprio um að kveikja í Amazon-skóginum

For­seti Bras­il­íu, Jair Bol­son­aro, hef­ur sakað Hollywood-leik­ar­ann og um­hverf­issinn­ann Leon­ar­do DiCaprio um að hafa borgað fyr­ir að láta kveikja í Amazon-regn­skóg­in­um.

DiCaprio, sem hef­ur heitið 5 millj­ón­um banda­ríkja­dala til stuðnings Amazon-regn­skóg­in­um, neit­ar ásök­un­um for­set­ans bras­il­íska.

Forsetinn hefur ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þessum ásökunum sínum en hann lét þessi orð flakka í live Facebook útsendingu.

„Leonardo DiCaprio, fjandinn sjálfur, þú er í sæmsæri gegn Amazon skóginum.“ Hann sagði hann síðan vera part af alþjóðlegum samtökum sem vinna gagngert gegn Brasilíu

„Þessi Leonard DiCaprio er svaka flottur gæi er það ekki? Borgar fólki pening til þess að brenna Amazon skóginn“

Sam­kvæmt frétt BBC hef­ur nokk­ur fjöldi fólks þegar verið hand­tek­inn í tengsl­um við ásak­an­ir um íkveikj­ur í skóg­in­um en ekki er vitað hvers vegna forsetinn hendir fram þessum ásökunum á hendur DiCaprio.

Auglýsing

læk

Instagram