Scarlett Johansen ver Woody Allen

Leikstjórinn frægi Woody Allen hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart ásökunum frá ættleiddri dóttur sinni, Dylan Farrow. En Dylan hefur greint frá kynferðisofbeldi af hálfu föður síns sem á að hafa staðið yfir árið 1992, þegar hún var 7 ára gömul. Hingað til hefur henni ekki almennt verið trúað né hefur þetta haft áhrif á störf Allen.

En í kjölfar me-too byltingarinnar hefur hann aldrei verið óvinsælli en nú. Margar stjörnur hafa heitið því að vinna aldrei með honum aftur og jafnvel segjast sjá eftir samstarfi með honum.

Scarlett Johansen er ekki ein af þessum stjörnum, en hún hefur unnið mikið með Allen í gegnum árin. Hann leikstýrði henni meðal annars í Scoop, Match Po­int og Vicky Crist­ina Barcelona.

„Ég elska Woo­dy,“ sagði leik­kon­an. „Ég trúi hon­um og myndi vinna með hon­um aft­ur. Ég hitti hann hvenær sem ég get og ég hef átt mörg sam­töl við hann um þetta. Ég hef verið hrein­skil­in við hann og hann hef­ur verið hrein­skil­inn við mig. Hann held­ur áfram að lýsa yfir sak­leysi sínu og ég trúi hon­um,“ sagði Johans­son enn frem­ur. Þetta kom fram á vef mbl í dag.

 

Auglýsing

læk

Instagram