today-is-a-good-day

„Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju“

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, setti inn skemmtilega og gamansama færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hann viðrar hugmynd að nýjum sjónvarpsþáttum, „Allir geta skorið“

„Það hefur verið erfitt að halda einbeitingunni í löngum aðgerðum undanfarið – svo svekkt er starfsfólk skurðstofu yfir að missa af Allir geta dansað. Hef því reynt að létta stemmninguna og tók nokkur dansspor við borðið í gærkvöldi – en við litlar undirtektir – enda stirður á dansgólfinu. Við höfum því ákveðið að bjóða Stöð 2 upp á hugmynd að nýjum þáttum – „Allir geta skorið“,“ skrifar Tómas.

„Þarna kæmu pör sem myndu sjá eina aðgerð, framkvæma aðra og síðan kenna öðru pari þá þriðju („see one, do one and teach one“). Sigrún Ósk og Auddi myndu vitanlega stýra sjóvinu og ég er sannfærður um að ekki muni vanta þátttakendur. Dettur strax í hug pör eins og Gulla Helga & Guðrúnu Sóleyju og Heimi Karls & Rikku – sem öll álpuðust í að verða ekki skurðlæknar en vita ekkert skemmtilegra. Flóknara gæti orðið að finna í þetta sjúklinga („lifandi propps“) og meta árangur keppenda, t.d. gæti dánartíðni og magn blæðingar þótt óviðeigandi. En það mætti reyna að bjóða þeim sjúklingum sem þora að taka þátt „að komast fram fyrir á biðlista“ og einskorða sig við einstaklinga með góða líftryggingu,“ heldur hann áfram.

„Í einum þætti væri kviðarhol, síðan brjóst og bæklun og í lokaþættinum hjarta og heili. Alltaf væri símakosning og menn gætu styrkt mismunandi deildir LSH með böns af moní. Myndi leysa næstum öll innanhússvandamál LSH á einu breytti – og spara úttektir, m.a. á danshæfileikum mínum,skrifar Tómas að lokum.

Auglýsing

læk

Instagram