Tveir handteknir í Leifsstöð

Tveir íslenskir menn voru handteknir í flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en þeir reyndust báðir vera að smygla fíkniefnum til landsins. Var annar þeirra eft­ir­lýst­ur af lög­reglu vegna annarra mála. Mennirnir voru að koma frá Alicante á Spáni.

„Toll­gæsl­an stöðvaði för þeirra vegna gruns um að þeir væru með fíkni­efni inn­vort­is og reynd­ist sá grun­ur á rök­um reist­ur. Ann­ar var með nokkr­ar pakkn­ing­ar af hassi og hinn með töfl­ur inn­vort­is sem voru vafðar inn í sellof­an,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu. Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram