„Vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér“

Auglýsing

Söngkonan Britney Spears hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu síðastliðið ár. Hún hefur undanfarið átt í lagalegum deilum við bæði föður sinn og barnsföður, og hefur það tekið sinn toll.

Hún gaf síðast út tónlist árið 2016 og hennar síðasta sviðsframkoma var á tónleikaferðalagi hennar, Piece of Me, haustið 2018. Er hún greinilega farin að hafa áhyggjur af því fólk hætti hreinlega að muna eftir henni og setti hún inn færslu á Instagram í gær þar sem hún sagði:

„Ég vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér. Ég er að fara í gegnum tímabil í lífi mínu þar sem ég er að fókusera á það sem ég vil gera. Ég hef unnið streitulaust í bransanum, síðan ég var 8 ára gömul. Stundum er gott að staldra aðeins við og taka stöðuna.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram