Auglýsing

Andlát í heimahúsi og presturinn veit ekkert hvað mætir honum

Arnór Bjarki Blomsterberg prestur var gestur Hlaðvarpsins Fullorðins á Brotkast á dögunum.

Arnór, eða Nói eins og hann er kallaður, sagði frá því í viðtalinu hvernig það kom til að hann hætti að starfa sem kjötiðnaðarmaður og skráði sig í guðfræði í Háskólanum.

Kidda Svarfdal spurði Nóa útí erfiðu störfin sem prestar þurfa að taka að sér, eins og að fara í húsvitjanir þegar andlát eiga sér stað á heimilum og hvernig hann tekst á við þau verkefni: „Ef það verður andlát í heimahúsi þá fæ ég símtal og ég þarf bara að leggja allt frá mér og mæta á staðinn og veit ekkert hvað mætir mér,“ segir Nói. „Í bílnum fyrir utan þá gef ég mér eina mínútu til að fara með stutta bæn og biðja um að ég fái þann styrk sem ég þarf til að verða til gagns.“

Nói talar líka um það sem honum hefur ekki fundist hafa fengið mikla athygli og þurfi klárlega að skoða í íslensku samfélagi og það er niðurstaða Pisa könnunar, sem sýndi að íslensk ungmenni hafa litla samkennd. „Samkennd er getan okkar til að finna til með öðru fólki, geta sett okkur í spor annarra og séð hluti út frá augum annarra. Íslensk ungmenni komu verst út á meðal OECD þjóða þegar samkennd var mæld og talsvert lægra heldur en þær þjóðir sem við mælum okkur við,“ segir Nói og bætir við að það virðist eitthvað hafa gerst í íslensku samfélagi sem gerir það að verkum að ungmennin okkar, eigi erfiðara með, en jafnaldrar þeirra annars staðar, að finna til með öðru fólki, og segist hafa mjög miklar áhyggjur af því.

Sjáðu magnað brot úr viðtalinu við Nóa hér að neðan en viljir þú sjá viðtalið í heild sinni mælum við með áskrift á Brotkast.is

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing